Skip to main content
13. nóvember 2017

Ný stefna Menntavísindasviðs

Stefna Menntavísindasviðs fyrir árin 2017–2021 og aðgerðaáætlun hefur verið samþykkt af stjórn sviðsins. Í stefnunni birtast áherslur sviðsins til næstu fjögurra ára í eftirfarandi málaflokkum: Nám og kennsla; Rannsóknir; Virk þátttaka í samfélagi og atvinnulífi; Mannauður. Stefna Menntavísindasviðs var unnin í takt við Stefnu Háskóla Íslands 2016–2021 og hefur svipuð markmið. 

Vinna við nýja stefnu Menntavísindasviðs hófst á misserisþingi í apríl árið 2016. Þátttakendum á þinginu bauðst að skipta sér í hópa þar sem fjallað var um málaflokkana fjóra. Eftir þingið voru skipaðir starfshópar til að vinna áfram með niðurstöður hópavinnunnar. Í stefnunni eru settar fram aðgerðir sem starfsfólki þótti styðja best við markmið sviðsins.

Stefnt er að því að kynna stefnuna á sviðsþingi á vormisseri 2018. Innleiðingarferli er þegar hafið í nokkrum málaflokkum.

Stefna Menntavísindasviðs fyrir árin 2017–2021 og aðgerðaáætlun hefur verið samþykkt af stjórn sviðsins.