Skip to main content
18. janúar 2022

Ný handbók fyrir þau sem vilja læra íslensku

Ný handbók fyrir þau sem vilja læra íslensku - á vefsíðu Háskóla Íslands

Routledge hefur gefið út bókina Icelandic: An Essential Grammar eftir Désirée Louise Neijmann, aðjunkt við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Um er að ræða handbók fyrir öll þau sem eru að læra íslensku á öllum stigum náms.

Bókin er ætluð almenningi og er skrifuð á aðgengilegu máli. Hún skiptist í stutta undirkafla til að auðvelda lesendur að fletta upp ákveðnum atriðum sem þeir vilja sig lesa sig til um eða fá skýringu á. Lýsingum fylgja dæmi sem skýra viðfangsefni en veita lesendum á sama tíma innsýn í íslenskt nútímasamfélag. Nútímalegt yfirlit á ensku sem nær yfir öll helstu atriði í íslenskri málfræði (en ekki aðeins grunninn) hefur lengi vantað, sérstaklega núna þegar þeir sem vilja læra íslensku eru fleiri en nokkurn tíma fyrr. 

Nánari upplýsingar á vef Routledge.

Routledge hefur gefið út bókina Icelandic: An Essential Grammar eftir Désirée Louise Neijmann, aðjunkt við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.