Ný dagbók um kvenheimspekinga | Háskóli Íslands Skip to main content
2. janúar 2019

Ný dagbók um kvenheimspekinga

Út er komin dagbókin Calendar of Women Philosophers 2019 með stuttum textum um kvenheimspekinga. Dagbókin er gefin út af kynjanefnd FISP, alþjóðlegra samtaka heimspekinga, í ritstjórn Sigríðar Þorgeirsdóttur, formanns nefndarinnar og prófessors í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

Í bókinni er fjallað um kvenheimspekinga sögunnar, frá öllum tímabilum og heimshornum. Tilgangur útgáfunnar er að vekja athygli á konum í sögu heimspekinnar en enn skortir mikið á að þeirra sé getið í heimspekisöguritum og námsefni heimspekinnar. Rannsóknir síðustu áratuga hafa sýnt að konur hafa ævinlega stundað heimspeki og hafa margar haft áhrif á heimspeki síns tíma þótt verk þeirra hafi ekki verið varðveitt né framlags þeirra getið í sama mæli og verk karla. Meðal höfunda textanna eru margir kunnir heimspekingar eins og Luce Irigaray, Julia Kristeva og Seyla Benhabib.

Nánari upplýsingar um dagbókina á Amazon.com.

Forsíða Calendar of Women Philosophers 2019 og ritstjóri bókarinnar, Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor.