Skip to main content
23. júní 2021

Ný bók um um sjálfsrýni í kennaramenntun

Ný bók um um sjálfsrýni í kennaramenntun  - á vefsíðu Háskóla Íslands

Á síðasta ári kom út bókin Handbook of Self-Study of Teaching and Teacher Education Practice sem fjallar um kennaramenntun í fjórtán ólíkum löndum. Rannsóknirnar sem bókin byggir á eru unnar út frá aðferðafræði starfstengdrar sjálfsrýni (e. Self study of educational practices).

Tilgangur starfstengdrar sjálfsrýni í kennaramenntun er að fá sjónarhorn háskólakennara sjálfra, samfellda og stöðuga kennararýni sem fram fer í starfi og er aðalsmerki slíkra rannsókna. Aðferðafræði starfstengdrar sjálfsrýni gerir ráð fyrir vandaðri og fjölbreyttri gagnaöflun, greiningu og túlkun á gögnum sem gefa rannsakandanum tækifæri til að skilja starfið sitt betur, bregðast við og þróa það. 

Hafdís Guðjónsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið, er einn af ritstjórum bókarinnar. Í handbókinni eiga sex höfundar af Menntavísindasviði kafla. Kaflarnir eru á ensku og snúast um: 

  • Fjölbreyttar aðferðir í starfstengdum sjálfsrýnirannsóknum 
  • Þróun rannsóknaraðferðarinnar á starfstengdri sjálfsrýni í kennaramenntun á Íslandi og íslensks tungutaks um hana 
  • Starfstengda sjálfsrýni í kennaramenntun í Evrópu 
  • Kennaramenntun fyrir skóla án aðgreiningar 
  • Byltingarkenndar kennsluaðferðir – sjálfsnám kennara í Japan 

Höfundar íslensku kaflanna ásamt Hafdísi eru: Edda Óskarsdóttir, Jónína Vala Kristinsdóttir, Karen Rut Gísladóttir, Megum Nishida og Svanborg R. Jónsdóttir. 

Bókaforlagið Springer gefur bókina út.