Skip to main content
8. desember 2017

Ný bók Ármanns um yfirnáttúrulega reynslu á miðöldum

Punctum-forlagið í Bandaríkjunum hefur gefið út bókina The Troll Inside You: Paranormal Activity in the Medieval North eftir Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Forlagið sérhæfir sig í útgáfu rita undir áhrifum póstmódernisma. Í bókinni er fengist við rammann utan um hugmyndir og rannsóknir á yfirnáttúrulegum verum og atburðum með íslenska frásagnartexta á miðöldum sem þungamiðju. Þannig er meginefnið hin yfirnáttúrulega reynsla, hvernig henni er komið í orð og tengsl hennar við aðra þætti samfélagsins, þ.e. hvernig tröllskapur er vitnisburður um hvers konar samfélagslegan núning og vandamál.

Nálgast má nánari upplýsingar um bókina á vef Punctum.

Áður hefur komið út fjöldi fræðibóka eftir Ármann, þar á meðal Illa fenginn mjöður (2009), Nine Saga Studies (2013) og A Sense of Belonging (2014). Þá ritstýrði hann bókinni The Routledge Research Companion to the Medieval Icelandic Sagas (2017).

Kápa bókarinnar og Ármann Jakobsson