Skip to main content
11. mars 2019

Nemandi við Viðskiptafræðideild hlýtur styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna

Bjarnveig Birta Bjarnadóttir, MS nemandi í Stjórnun og stefnumótun, hlaut á dögunum styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna, alls 900.000 kr. 
Verkefnið sem er styrkt ber heitið „Félagsleg sjálfbærni áliðnaðarins á Íslandi: Rannsókn á menningarlegum gildum og kynjajafnrétti" og er unnið undir umsjón Dr. Ingu Minelgaite, dósents við Viðskiptafræðideild og Dr. David Cook, nýdoktors í Umhverfis- og auðlindafræði. Rannsóknin mun beinast að því að skoða betur félagsleg áhrif fyrirtækja í áliðnaðinum og veita þannig nýja sýn inn í félagslegan þátt einnar af stærstu atvinnugreinum landsins. Markmið verkefnisins er að öðlast betri skilning á þeim áhrifum sem fyrirtækin hafa á réttindi starfsmanna, sanngirni, samfélagslega ábyrgð og kynjajafnrétti svo eitthvað sé nefnt.

Dr. David Cook, Bjarnveig Birta Bjarnadóttir og Dr. Inga Minelgaite