Skip to main content
23. ágúst 2018

Nærri tuttugu skiptinemar hefja nám á Menntavísindasviði

Móttaka fyrir erlenda nemendur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands var haldin í Stakkahlíð í morgun. Nærri tuttugu skiptinemar frá níu þjóðlöndum munu stunda nám við sviðið á haustmisseri. Flestir koma frá Norðurlöndunum en einnig eru nemendur frá Kína og Kanada. Guðbjörg Oddný Friðriksdóttir, verkefnisstjóri alþjóðamála, tók á móti hópnum, kynnti helstu þjónustueiningar sviðsins og sýndi húsnæðið. Þá fengu skiptinemarnir kynningu á þeim námskeiðum sem kennd eru á ensku, á starfsemi bókasafnsins og Ritversins.

Kynningardagar fyrir erlenda nemendur við Háskóla Íslands standa til 24. ágúst. Á dagskrá eru spennandi námskeið, skipulagðar gönguferðir um háskólasvæðið, móttaka með tónlist og grilluðum pylsum og viðburðir á vegum Stúdentaráðs. Markmið daganna er að kynna þjónustu Háskólans og styðja nemendur í að aðlagast nýrri menningu og kynnast öðrum nemendum.

Nærri tuttugu skiptinemar frá níu þjóðlöndum munu stunda nám við sviðið nú á haustmisseri. Flestir koma frá Norðurlöndunum en einnig eru nemendur frá Kína og Kanada.