Mótun nýrrar menntastefnu til umræðu í málstofuröð | Háskóli Íslands Skip to main content
29. október 2018

Mótun nýrrar menntastefnu til umræðu í málstofuröð

""

Rannsóknir sem innlegg í mótun menntastefnu er heiti á nýrri málstofuröð sem Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs stendur fyrir. Haldnar verða alls fjórar málstofur sem hugsaðar eru sem vettvangur faglegrar og fræðilegrar umræðu um menntastefnu og möguleg áhrif á skólastarf. Allir fundirnir er haldnir í stofu H207 í húsakynnum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð frá kl. 15.45 til 17.00.

Umræðustjórar eru Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands og Jón Torfi Jónasson, prófessor emeritus við Menntavísindasvið.

Dagskráin er sem hér segir:

15. nóvember 2018
Átök og spenna – pólitísk stefnumótun og markaðsvæðing sænska menntakerfisins
Gunnlaugur Magnússon, lektor við Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð

29. nóvember 2018
Innleiðing menntastefnu og gæði skólastarfs
Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

17. janúar 2019
Snara eða frelsi – áhrif opinberrar stefnumótunar á leikskólastarf
Kristín Dýrfjörð, dósent við Háskólann á Akureyri.

31. janúar 2019
Menntastefna, stéttaskipting og menningarleg aðgreining í íslensku samfélagi
Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
 

Rannsóknir sem innlegg í mótun menntastefnu er heiti á nýrri málstofuröð sem Rannsóknarstofa um þróun skólastafs stendur fyrir. Haldnar verða alls fjórar málstofur sem hugsaðar eru sem vettvangur faglegrar og fræðilegrar umræðu um menntastefnu og möguleg áhrif á skólastarf.