Skip to main content
27. janúar 2020

Meistaranemar ræða verkefni sín

Fjölbreyttar rannsóknir á sviði menntavísinda verða kynntar á málþingi meistaranema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands þann 30. janúar næstkomandi frá kl. 12.30 til 16.10. Þar munu útskriftarnemar flytja stuttar kynningar á lokaverkefnum sínum í sex málstofum.

Meðal þess sem fjallað verður um er námsefni í umhverfisfræði og sögu, líðan nemenda og einelti, heimanám, hegðunarerfiðleikar, útivera og tölvuleikjaspilun ungmenna. Enn fremur verður fjallað um reynslu erlendra foreldra af móttöku og aðlögun barna sinna á leikskóla, reynslu starfsfólks með íslensku sem annað mál af því að hefja störf á leikskóla og reynsla hvítra íslenska mæðra af uppeldi barna sinna af blönduðum uppruna.

Aðsókn hefur aukist í framhaldsnám við Menntavísindasvið undanfarin ár en sviðið menntar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, uppeldis- og menntunarfræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga, tómstunda- og félagsmálafræðinga auk þroskaþjálfa.

Ókeypis er á málþingið og er það öllum opið.

Dagskrá málþingsins

Ágrip meistaranema

Fjölbreyttar rannsóknir á sviði menntavísinda verða kynntar á málþingi meistaranema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands þann 30. janúar næstkomandi