Margvísleg menntun ungra barna til umfjöllunar í Netlu | Háskóli Íslands Skip to main content
7. janúar 2020

Margvísleg menntun ungra barna til umfjöllunar í Netlu

Út er komið nýtt sérrit Netlu um menntun barna í leikskóla og á yngsta stigi í grunnskóla. Í sérritinu eru níu ritrýndar fræðigreinar eftir sautján höfunda við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.

Greinarnar nefnast:

  • Hvaða augum líta börn leikskólakennara? Hlutverk og miðlun gilda í leikskólum
  • Mat leikskólabarna á þátttöku í tilviksrannsókn
  • „Þeir leika saman og eru glaðir, það er bara svo gott“: Félagsleg tengsl og vinátta leikskólabarna af erlendum uppruna
  • „Það er ekki til ein uppskrift“: Fyrsta ár flóttabarna í leikskólum í þremur sveitarfélögum á Íslandi
  • „…mér má finnast öðruvísi…“ Hugleikur – samræður til náms í leikskóla
  • Líðan leikskólakennara og leiðbeinenda í leikskólum í kjölfar efnahagshrunsins
  • Námsmat á yngsta stigi í skóla án aðgreiningar
  • Stafræn tækni í leikskólastarfi: Sjónarhorn frumkvöðla
  • Sköpunarsmiðjur í menntun ungra barna: Reynsla og viðhorf starfsfólks skóla, safna og sköpunarsmiðja

Ritstjórar sérritsins voru Arna Hólmfríður Jónsdóttir lektor og Kristín Norðdahl dósent, báðar við Menntavísindasvið Háskólans. Katrín Johnson annaðist verkefnisstjórn með útgáfunni fyrir hönd Menntavísindastofnunar.

Um Netlu — Veftímarit um uppeldi og menntun

Í Netlu eru birtar fræðilegar greinar á íslensku og ensku en einnig frásagnir af þróunarstarfi, umræðugreinar, hugleiðingar, pistlar, viðtöl, ritfregnir og ritdómar um uppeldis- og menntamál. Mest efni í tímaritinu er á íslensku en ritrýndum greinum fylgja útdrættir á ensku og hvatt er til birtingar greina á ensku og alþjóðlegum grunni. Öllum er heimilt að senda efni í ritið og allt efni tengt uppeldi og menntun er tekið til athugunar hjá ritstjórn, hvort sem byggt er á rannsóknum og fræðastarfi eða innsýn og reynslu.

Auk þess eru gefin út árlega sérrit Netlu og ráðstefnurit sem lúta að jafnaði sérstakri ritstjórn í samráði og samvinnu við ritstjórn tímaritsins.

Vefur Netlu