Skip to main content
3. júní 2022

Málþing meistaranema Menntavísindasviðs 4. -10. júní

Málþing meistaranema Menntavísindasviðs 4. -10. júní - á vefsíðu Háskóla Íslands

Málþing meistaranema á Menntavísindasviði

Fjöldi áhugaverðra lokaverkefna meistaranema verða kynnt í dagana 4. – 10. júní á rafrænu málþingi Menntavísindasviðs.

Málþing meistaranema er haldið um vetur, vor og haust og nú er komið að meistaranemum sem brautskrást í júní að kynna sín verk. Málþingið verður eingöngu rafrænt í ár og fer fram á vefnum: https://malthing.menntamidja.is/

Opnað verður fyrir vefsvæðið þegar málþingið hefst formlega 4 júní sem stendur til 10. júní. Á þessu tímabili geta gestir farið inn á vefinn og þaðan inn á sér síður einstakra nemenda. Á síðum nemenda birtist ágrip sem lýsir verkefninu, upptaka af u.þ.b. 10 mín. langri kynningu og glærur sem fylgja kynningunni. Neðst á síðunni er hægt að senda inn athugasemdir eða spurningar til nemenda um þeirra verkefni. Nemendur fylgjast með þessum umræðum og svara þegar tækifæri gefst. Eftir 10. júní er lokað fyrir umræður en kynningar nemenda verða áfram aðgengilegar út mánuðinn.

Alls kynna 43 meistaranemar verkefni sín og er það einn stærsti hópur á Mennavísindasviði sem er að brautskrást úr meistaranámi.  

Dæmi um heiti lokaverkefna eru:

  • Kynjaskipt skólastarf: Reynsla nemenda og kennara á yngsta stigi grunnskóla
  • Hugtakaskilningur í stærðfræði: Efling námssamfélags stærðfræðikennara á Menntafléttunámskeiði
  • Ofbeldishegðun unglinga. Orðræða í fjölmiðlum
  • Mikilvægi liðleikaþjálfunar fyrir íþróttaiðkendur. Handbók fyrir liðleikaþjálfun.
  • „Enginn bjóst við að heimurinn færi á hvolf“: Reynsla starfsfólks af pólskum uppruna í leikskólum á tímum Covid-19 faraldursins
  • Hafa börn rödd, ef enginn hlustar? Að fylgja hugmyndum barna í leikskólastarfi
  • ,,Við sættum okkur ekki við ofbeldi”. Reynsla stjórnenda í grunnskólum Reykjavíkur.
  • Reynsla foreldra af erlendum uppruna af þátttöku í leikskólasamfélagi.
  • Sýndarveruleiki í kennslu. Nýir kennsluhættir í takt við tæknina og tíðarandann.

Við á Menntavísindasviði hvetjum öll til að fylgjast með á vefnum https://malthing.menntamidja.is/

Málþingið hefst kl. 14, laugardaginn 4. júní.