Skip to main content
5. desember 2022

Málstofur um framkvæmd, frumkvæði og sérfræðiþekkingu í Aurora

Málstofur um framkvæmd, frumkvæði og sérfræðiþekkingu í Aurora - á vefsíðu Háskóla Íslands

Aurora-samstarfið skapar lifandi vettvang fyrir nemendur og starfsfólk Aurora-háskólanna til að skiptast á hugmyndum um leiðir til að auka gæði náms, rannsókna og starfsemi háskólanna og auka samfélagsleg áhrif þeirra.

Alþjóðavæðing, alþjóðlegt samstarf og nemenda- og starfsmannaskipti skipa stóran sess í samstarfinu. Frá desember og fram í apríl býður Aurora þeim sem starfa í alþjóðamálum háskólanna og öðrum áhugasömum upp á málstofu einu sinni í mánuði þar sem fjallað verður um málefni tengd alþjóðavæðingu. Þar geta þátttakendur deilt reynslu sinni, framkvæmd, frumkvæði og sérfræðiþekkingu. 

Dagskrána og hlekk til að sækja málstofurnar má sjá hér að neðan en vakin er athygli á að tímasetningar eru gefnar upp á evrópskum tíma – CET. 

DAGSKRÁ

Nanna er meðal þeirra fjölmörgu starfsmanna HÍ sem taka virkan þátt í verkefnum og vinnuhópum innan Aurora og mun flytja erindi á málstofu 17. janúar. Þar verður fjallað um blönduð hraðnámskeið (BIP) í Erasmus+ sem opna á nýja möguleika á styrkjum til þróunar námskeiða fyrir nemendur og starfsfólk. 

Fyrsta málstofan fer fram í dag, 5. desember, frá 12-13 á íslenskum tíma. Þar mun meðal annars Joanna Domagala frá háskólanum í Rovira, Virgili fjalla um reynslu sína af SUCTI (Systemic University Change Towards Internationalisation) verkefninu.

Nanna Teitsdóttir, verkefnisstjóri á Alþjóðasviði Háskóla Íslands, mun einnig flytja erindi á málstofu ásamt Marinu Vives Cabré frá Rovira-háskólanum 17. janúar. Þar munu þær fjalla um blönduð hraðnámskeið (BIP) í Erasmus+ sem opna á nýja möguleika á styrkjum til þróunar námskeiða fyrir nemendur og starfsfólk. 

Nanna er meðal þeirra fjölmörgu starfsmanna HÍ sem taka virkan þátt í verkefnum og vinnuhópum innan Aurora. Aðspurð segir hún mörg spennandi verkefni í gangi sem munu greiða götu nemenda að fleiri tækifærum til alþjóðlegrar reynslu í námi sínu og einfalda umsóknarferli og stjórnsýslu fyrir bæði nemendur og starfsfólk.