Skip to main content
20. september 2018

MAESTRO endurvakið

Ný stjórn í MAESTRO

Í upphafi skólaársins 2018-2019 var ákveðið að endurvekja MAESTRO félag meistaranema í Viðskipta- og Hagfræðideild. Á aðalfundi sem haldinn var í september bárust framboð í öll sæti stjórnar og er stjórn félagsins nú fullskipuð ásamt sex meðstjórnendum. Dagskrá vetrarins er nú þegar orðin þétt. Upplýsingar um fyrstu viðburði vetrarins má finna á heimasíðu MAESTRO.

Markmið félagsins er að auka tengsl á milli nemenda sem og auka tengsl nemenda við atvinnulífið. Vísindaferðir og fræðslukvöld hjálpa nemendum að kynnast innbyrðis en einnig fá nemendur tækifæri til að tala við stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja. Jafnframt vill MAESTRO vernda hagsmuni nemenda og vera tengiliður þeirra við Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild og mun fulltrúi þess sitja á deildarfundum.

MAESTRO var stofnað í september 1999 af Ástu Dís Óladóttur en þess má geta að hún starfar í dag sem lektor við Viðskiptafræðideild og er formaður grunnnámsnefndar.

Frá stofnun félagsins til ársins 2000 störfuðu Guðmunda Smáradóttir, Áshildur Bragadóttir, Ruth Elfarsdóttir og Reynir Jónsson mest í þágu félagsins. Félagið var síðar formlega stofnað mánudaginn 16. október 2001 í hátíðarsal Háskóla Íslands í aðalbyggingu og voru þá sett fram fyrstu lög félagsins.

Stjórn MAESTRO