Skip to main content
3. janúar 2018

Ljósmyndasýning um Færeyinga á Íslandi

Frá ofanverðri 19. öld og langt fram eftir 20. öld kom fjöldi Færeyinga til starfa á Íslandi, mest við fiskveiðar og fiskvinnslu, og flestir voru á Austfjörðum. Færeyingar höfðu mikil áhrif á atvinnu- og mannlíf þar, kynntu t.d. nýjungar í atvinnulífi og heimamenn högnuðust á viðskiptum við þá, leigðu þeim hús, versluðu við þá og Færeyingar greiddu auk þess gjöld til sveitarfélaganna þar sem þeir dvöldu.

Nú hefur verið sett upp sýning á ljósmyndum sem sýna störf og aðstæður þessa fólks, en myndirnar eru í eigu Fornminjasafns Færeyja. Sýningin er hluti af lokaverkefni Stefáns Andra Gunnarssonar, meistaranema í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er Sumarliði R. Ísleifsson, lektor í hagnýtri menningarmiðlun. Sýningin stendur til 7. janúar 2018 á jarðhæð Háskólatorgs.

Ljósmyndir á Háskólatorgi