Skip to main content
8. desember 2015

Leiðtoganámskeið í Japan

Iwate University í Japan býður tveimur nemendum Háskóla Íslands að taka þátt í Young Leaders‘ International Seminar 2016 in IWATE. Nemendur í framhaldsnámi geta sótt um. Yfirskrift námskeiðsins í ár er „Takmörkun skemmda í kjölfar náttúruhamfara og sjálfbært samfélag“. Meðal þess sem fjallað verður um á námskeiðinu er jarðskjálftinn og flóðbylgjan mikla í Austur-Japan árið 2011.

Námskeiðið fer fram dagana 16.-23. febrúar 2016. Nemendur sem tilnefndir verða í námskeiðið skulu vera mættir til Morioka í Japan þann 15. febrúar 2016. Námskeiðsgjald, gisting og uppihald er í boði Iwate-háskóla í Japan, samstarfsaðila Háskóla Íslands. Japönsk stjórnvöld bjóða upp á styrk að upphæð JPY 80.000 (jafngildir ISK 86.000) fyrir ferðakostnaði en það sem upp á vantar og annan kostnað verða nemendur að bera sjálfir.

Umsóknum skal skilað í umslagi á Þjónustuborð, Háskólatorgi, fyrir klukkan 17.00, miðvikudaginn 9. desember 2015.

Umsóknargögn:

  • Umsókn sem nálgast má hér.
  • Stutt ritgerð (ein blaðsíða) á ensku um hvernig námskeiðið getur nýst umsækjanda
  • Einkunnir á ensku (fást á Þjónustuborði á Háskólatorgi)

Öllum skráðum nemendum í framhaldsnámi við Háskóla Íslands er velkomið að sækja um. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á japönsku og/eða ensku.