Skip to main content
6. nóvember 2018

Leiðarvísir um jafnrétti í kennslustofunni í nýjum búningi

""

„Jafnrétti í kennslu: Gátlisti“ sem inniheldur upplýsingar fyrir kennara um samþættingu jafnréttissjónarmiða við kennslu var endurútgefinn á dögunum. Hann er m.a. aðgengilegur á vefnum.

Stefnan sem mörkuð er í jafnréttisáætlun háskólans tekur mið af því að kennarar, nemendur og annað starfsfólk Háskólans sé fjölbreyttur hópur. Háskólinn leggur jafnframt áherslu á að starfsfólk hafi í huga hvernig staða fólks eða hugsanleg mismunun þess gagnvart öðrum kemur til vegna samtvinnaðra áhrifa ólíkra breyta eða félagslegra þátta. Mismunun er oft óviljandi og ómeðvituð og gátlistinn því þróaður í þeim tilgangi að vekja starfsfólk skólans til umhugsunar um jafnrétti í kennslustofunni.

Jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands tók saman fyrstu útgáfu gátlistans 2014 í samvinnu við Kennslumiðstöð en jafnréttisnefnd skólans og Ráð um málefni fatlaðs fólks standa að endurútgáfu hans nú. Ýmsir sérfræðingar innan háskólans lásu yfir og komu að nýju útgáfunni.

Gátlistinn er í stöðugri þróun og því allar ábendingar vel þegnar. Þær má senda á jafnretti@hi.is.

Hann má finna á á vef Kennslumiðstöðvar

Kápa gátlistans