Skip to main content
23. júlí 2021

Kynningarfundur fyrir nýnema á Hugvísindasviði

Kynningarfundur fyrir nýnema á Hugvísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hugvísindasvið Háskóla Íslands býður nýnemum á kynningarfundi 27. ágúst kl. 13:00. Fundirnir verða í deildum sviðsins og þar verður m.a. fjallað um lífið í Háskóla Íslands og námstilhögun við viðkomandi deildir.

Fundirnir eru eftirfarandi: 

Kennsla hefst mánudaginn 30. ágúst. 

Á nýnemavef Háskóla Íslandsvef Stúdentaráðs og á vef Hugvísindasviðs eru gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema um námið og skólann, þar á meðal stundaskrár. Eins er hægt að fá innsýn í starfið á  facebooksíðum skólans og sviðsins og á Instagram síðum sviðs og skóla.

Ef einhverjar spurningar vakna um námið er hægt að hafa samband við starfsfólk á skrifstofu í síma 525 4400, senda okkur tölvupóst á netfangið hug@hi.is eða koma við á skrifstofu sviðsins í Aðalbyggingu (3. hæð); hún er opin kl. 10-12 og 13-15 virka daga (Lokuð vegna sumarleyfa 12. júlí til 3. ágúst).