Kristur. Saga hugmyndar | Háskóli Íslands Skip to main content

Kristur. Saga hugmyndar

31. ágúst 2018

Út er komin bókin Kristur – Saga hugmyndar eftir Sverri Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hið íslenska bókmenntafélag er útgefandi bókarinnar.

Jesús Kristur er einn áhrifamesti einstaklingur í sögu mannkyns en þó er deilt um nánast allt sem honum tengist. Var hann maður eða andi? Hvort var hann sonur guðs eða venjulegur maður? Var hann einn af helstu spámönnum heims eða veraldlega sinnaður byltingarforingi? Ár hvert koma fram nýjar kenningar um Krist og eðli hans.

Kristur – Saga hugmyndar fjallar um upphaf rótgróinna hugmynda um Krist, hvernig þær mótuðust og af hverju þær eru svo eðlisólíkar. Rakið er hvernig hið sögulega minni um þessa máttugu persónu tók sífelldum breytingum fyrstu aldirnar. Sögusviðinu er lýst, samfélagi Gyðinga í Palestínu, en einnig hinum stærri heimi sem það tilheyrði, hinum grískumælandi hluta Rómaveldis. Greint er frá því hvernig hugmyndir um Krist tóku á sig staðlaða mynd og af hverju sum rit um ævi hans hlutu almenna viðurkenningu meðan öðrum var hafnað. Að lokum er fjallað um klofning kristinna manna í rétttrúaða og villutrúarmenn sem hefur mótað sögu þeirra.

Sverrir Jakobsson og kápa bókarinnar

Netspjall