Skip to main content
29. maí 2019

Kandídatar frá Viðskiptafræðideild hittust á 50 ára útskriftarafmæli

Útskriftarárgangur Viðskiptafræðideildar 1969

Útskriftarárgangur Viðskiptafræðideildar 1969 fagnaði á dögunum 50 ára útskriftarafmæli sínu með kaffisamsæti í Háskóla Íslands. Hópurinn hittist í Aðalbyggingu og rifjaði upp gamla tíma. Því næst tók við kynning á sögu og starfi Viðskiptafræðideildar frá deildarforseta hennar, Inga Rúnari Eðvarðssyni. Áður en fólk gæddi sér á kaffiveitingum afhenti forsvarsmaður hópsins svo deildarforseta veglega gjöf til hollvinasamtaka deildarinnar.

Grunnurinn að Viðskiptafræðideild HÍ var lagður 1938 með stofnun Viðskiptaháskóla Íslands. Árið 1969 var nám í Viðskiptafræðideild fjögur ár og brautskráðust kandídatar með gráðuna cand. oecon. 1997 var hins vegar tekið upp þriggja ára BS nám og tveggja ára meistaranám líkt og það er í dag.

Viðskiptafræðideild þakkar kandídötunum fyrir komuna og óskar þeim innilega til hamingju með útskriftarafmælið!

Útskriftarárgangur Viðskiptafræðideildar 1969 ásamt deildarforseta
Útskriftarárgangur Viðskiptafræðideildar 1969
Kynning deildarforseta Viðskiptafræðideildar
Útskriftarárgangurinn afhendir deildarforseta gjöf