Skip to main content
15. október 2019

Kallað eftir tilnefningum vegna viðurkenninga til starfsmanna 

Kallað er eftir tilnefningum vegna árlegra viðurkenninga sem veittar eru starfsmönnum innan Háskóla Íslands fyrir lofsverðan árangur í starfi. Slíkar viðurkenningar hafa verið veittar um árabil, ein fyrir kennslu, önnur fyrir rannsóknir og þriðja fyrir önnur störf í þágu Háskóla Íslands. Í ár er bætt við fjórðu viðurkenningunni fyrir lofsvert framlag til jafnréttismála. Veiting viðurkenningarinnar er liður í gæðakerfi Háskólans.

Staðið er að tilnefningunum sem hér segir:

Viðurkenningin fyrir kennslu er veitt einstaklingi fyrir lofsverðan árangur eða sérstök nýmæli í kennslu og leiðbeiningu nemenda. Kallað er eftir tilnefningum frá starfsfólki og nemendum Háskóla Íslands auk þess sem kennslumálanefnd háskólaráðs gerir tillögu um a.m.k. þrjá starfsmenn sem hún metur hæfa til að fá viðurkenningu.

Viðurkenningin fyrir rannsóknir er veitt einstaklingi fyrir lofsverðan árangur í rannsóknum, nýsköpun eða öðru vísindastarfi. Kallað er eftir tilnefningum frá starfsfólki og nemendum Háskóla Íslands auk þess sem vísindanefnd háskólaráðs gerir tillögu um a.m.k. þrjá starfsmenn sem hún metur hæfa til að fá viðurkenningu.

Viðurkenningin fyrir jafnréttismál er veitt einstaklingi eða hópi fyrir lofsvert framlag til jafnréttismála. Kallað er eftir tilnefningum frá starfsfólki og nemendum Háskóla Íslands, auk þess sem jafnréttisnefnd háskólaráðs gerir tillögu um a.m.k. þrjá starfsmenn eða hópa sem hún metur hæfa til að fá viðurkenningu.

Viðurkenningin fyrir önnur störf er veitt fyrir lofsverðan árangur í starfi á öðrum sviðum en kennslu, rannsóknum eða jafnréttismálum. Kallað er eftir tilnefningum frá starfsfólki og nemendum Háskóla Íslands.

Starfmönnum og nemendum Háskóla Íslands er boðið að senda inn tilnefningar fyrir eina eða fleiri ofangreindra viðurkenninga. Öllum tilnefningum þarf að fylgja rökstuðningur (u.þ.b. 1/2 bls.). Að öðrum kosti er ekki unnt að taka þær til greina.

Frestur til að senda inn tilnefningar er til 29. október nk.

Þriggja manna valnefnd fer yfir innsendar tilnefningar og ákveður hverjir hljóta hina árlegu viðurkenningu. Niðurstaða valnefndar er tilkynnt við opinn viðburð og afhendir rektor handhöfum viðurkenninganna við það tækifæri viðurkenningarskjal, greinargerð valnefndar og peningaverðlaun.
 

""