Skip to main content
15. nóvember 2022

Kallað eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna jafnréttismála

Kallað eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna jafnréttismála - á vefsíðu Háskóla Íslands

Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands óska eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna jafnréttismála 2022. Hægt er að skila inn tilnefningum til og með 23. nóvember.

Veittar verða viðurkenningar í tveimur flokkum þar sem horft er til kynjajafnréttis annars vegar en hins vegar verður Jafnréttissprotinn veittur vegna áhugaverðs verkefnis eða framtaks með tilliti til fjölmenningar, fötlunar og annarra brýnna viðfangsefna jafnréttismála.

Markmiðið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem skapað hafa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggur til grundvallar eru hvattir til að senda inn tilnefningu. Verðlaunin eru nú veitt í tíunda sinn, en árið 2021 hlutu Vörður og Samkaup verðlaunin.

Verðlaunin eru afhent við athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands þann 30. nóvember kl. 8.30.

Hægt er að finna nánari upplýsingar og skila inn tilnefningum á vef Samtaka atvinnulífsins. 

""