Skip to main content
14. mars 2019

Innsetningarathöfn Steinunnar Hrafnsdóttur

Fimmtudaginn 28. febrúar sl. fór fram innsetningarathöfn Steinunnar Hrafnsdóttur prófessors í Félagsráðgjafardeild. 

Haldið er upp á framgang eða ráðningu nýrra prófessora með sérstökum kynningarfyrirlestri á Félagsvísindasviði. Tilgangur kynningarfyrirlestranna er að vekja athygli á hinum nýja prófessor, störfum hans og áherslum, ekki síst til þess að auka tengsl og samstarf innan skólans.

Athöfnin hófst með stuttu yfirliti Daða Más Kristóferssonar, forseta Félagsvísindasviðs, yfir helstu störf Steinunnar. Steinunn tók síðan við og hélt sitt erindi þar sem hún leit yfir farinn veg í lífi og starfi. Að því loknu svaraði hún fyrirspurnum gesta.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá athöfninni sem Kristinn Ingvarsson tók.