Skip to main content
8. nóvember 2018

Innsetningarathöfn Maximilians Conrad

""

Föstudaginn 28. september sl. fór fram innsetningarathöfn Maximilians Conrad, prófessors í stjórnmálafræði.

Athöfnin hófst með stuttu yfirliti Daða Más Kristóferssonar, forseta Félagsvísindasviðs, yfir helstu störf Maximilians. Þá tók Maximilian við og flutti erindið "European Citizenship in a Time of Disintegration". Að lokum fóru fram líflegar umræður í sal þar sem Maximilian svaraði fyrirspurnum gesta.

Tilgangur kynningarfyrirlestranna er að vekja athygli á hinum nýja prófessor, störfum hans og áherslum, ekki síst til þess að auka tengsl og samstarf innan skólans.

Hér fyrir neðan eru myndir sem Árni Sæberg tók á athöfninni.

Maximilian Conrad
Maximilian Conrad
""
""
Maximilian Conrad
""
""
""
Maximilian Conrad