Skip to main content
11. maí 2022

Í liði með náttúrunni

Í liði með náttúrunni - á vefsíðu Háskóla Íslands

Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands stendur fyrir viðburðaröðinni „Í lið með náttúrunni“ í samstarfi við Norræna húsið nú í vor og í haust. Fyrsti viðburðurinn verður fimmtudaginn 12. maí í Norræna húsinu.

Viðburðaröðin er helguð náttúrumiðuðum lausnum og áhrifum þeirra í víðu samhengi. Náttúrumiðaðar lausnir eru aðgerðir til að vernda og nýta á sjálfbæran hátt og endurheimta vistkerfi þannig að lífríki Jarðar, loftslag og velferð fólks njóti góðs af. Dæmi um náttúrumiðaðar lausnir eru endurheimt vistkerfa og blágrænar ofanvatnslausnir í þéttbýli.

„Náttúrumiðaðar lausnir eru meðal öflugustu lausna sem við höfum til að sporna gegn og aðlagast loftslagsbreytingum og til að vernda og endurheimta líffræðilega fjölbreytni. Náttúrumiðaðar lausnir efla þó ekki aðeins umhverfið heldur skapa þær líka félagslegt, menningarlegt og fjárhagslegt virði,“ segir Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða.

Á opnunarviðburðinum 12. maí kl. 16-18 verður boðið upp á yfirlitserindi frá Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum (IUCN) auk erinda um náttúrumiðaðar lausnir á landi og í sjó. Einnig verða kynningar á hvernig náttúrumiðaðar lausnir tengjast menningu, velsæld fólks, efnahag og verkefnum stjórnarráðsins.

Streymt verður frá viðburðinum

Annar viðburðurinn verður 25. maí en þar verður sjónum m.a. beint að tengslarofi manns og náttúru, sálrænum áhrifum náttúru á heilsu og vellíðan fólks auk erindis frá Jarðgerðarfélaginu. Viðburðaröðinni lýkur á haustmánuðum með viðburðum tengdum umhverfisverðlaunum Norðurlandsráðs og náttúrumiðuðum lausnum í þéttbýli. 

„Náttúrumiðaðar lausnir eru meðal öflugustu lausna sem við höfum til að sporna gegn og aðlagast loftslagsbreytingum og til að vernda og endurheimta líffræðilega fjölbreytni. Náttúrumiðaðar lausnir efla þó ekki aðeins umhverfið heldur skapa þær líka félagslegt, menningarlegt og fjárhagslegt virði. Í ár eru náttúrumiðaðar lausnir í forgrunni í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar og þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2022,“ segir Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða. 

Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.