Hvað er í boði í HÍ að loknu grunnnámi? | Háskóli Íslands Skip to main content

Hvað er í boði í HÍ að loknu grunnnámi?

20. mars 2018

Fimmtudaginn 22. mars milli kl. 16 og 17.30 gefst einstakt tækifæri til að kynna sér möguleika á framhaldsnámi við Háskóla Íslands á viðburðinum „Grunnám - hvað svo?“ á Litla torgi Háskólatorgs. Viðburðurinn er ætlaður öllum þeim sem hyggja á framhaldsnám í Háskóla Íslands, hvort sem það eru grunnnemar í háskóla eða fólk sem þegar hefur lokið háskólagráðu.

Forkröfur einstaka greina geta verið mismunandi en samsetningar fjölmargar.

Getur nemandi með BA-gráðu í mannfræði farið í talmeinafræði?
Getur nemandi með BS-gráðu í hjúkrunarfræði farið í framhaldsnám í guðfræði?
Getur nemandi með BS-gráðu í tölvunarfræði farið í framhaldsnám í leikskólakennarafræði?
Hverjar eru forkröfurnar fyrir hverja og eina námsleið í framhaldsnámi við Háskóla Íslands?

Á staðnum vera sérfræðingar frá deildum og fræðasviðum Háskólans sem veita svör við þessum spurningum og ótal fleirum og gefa góð ráð hvernig þú getur farið í þitt draumaframhaldsnám.

Enn fremur verða náms- og starfsráðgjafar á staðnum og veita ráðgjöf og fulltrúar frá Nemendaskrá aðstoða við innritun og skrásetningu. Háskóli Íslands á í samstarfi við yfir 500 háskóla um allan heim og sérfræðingar frá Skrifstofu alþjóðasamskipta verða einnig viðstaddir og kynna hina fjölbreyttu möguleika í skiptinámi.

Kynning á framhaldsnámi á Litla torgi Háskólatorgs

Netspjall