Skip to main content
10. maí 2019

Húsnæði og veraldleg gæði fátæks fólks á 19. og 20. öld

Út er komin bókin Híbýli fátæktar: Húsnæði og veraldleg gæði fátæks fólks á 19. og fram á 20. öld, eftir þau Finn Jónasson, Sólveigu Ólafsdóttur og Sigurð Gylfa Magnússon. Háskólaútgáfan gefur bókina út.

Í bókinni eru heimili, efnisleg gæði og daglegt líf fátæks fólks á 19. öld og á fyrri hluta 20. aldar til skoðunar. Fátækt  hafði afgerandi áhrif á alþýðu landsins en hver voru hin samfélagslegu úrræði? Höfundar bókarinnar fjalla um fátækt á liðinni tíð frá ýmsum hliðum með sérstakri áherslu á híbýli. Hér birtist meðal annars stórt ljósmyndasafn Sigurðar Guttormssonar bankastarfsmanns frá Vestmannaeyjum (1930–45) um hreysi á Íslandi.

Höfundar unnu verkið í tengslum við tvær öndvegisrannsóknir sem styrktar eru af RANNÍS; Sólveig og Sigurður Gylfi unnu sína kafla í samhengi við öndvegisverkefnið „Fötlun fyrir tíma fötlunar“ – Rannsóknasjóður: Öndvegisstyrkur 173655-051 – (e. Disability before Disability) sem er stýrt af dr. Hönnu Björg Sigurjónsdóttur (PI); Finnur og Sigurður Gylfi unnu sína kafla í tengslum við öndvegisverkefnið „Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merking“ – Rannsóknasjóður: Öndvegisstyrkur 184976-051 – (e. My Favourite Things: Material Culture Archives, Cultural Heritage and Meaning) sem sá síðarnefndi stjórnar (PI).

Bókarkápa og höfundar.