Hlutu styrki frá Félagi löggiltra endurskoðenda | Háskóli Íslands Skip to main content

Hlutu styrki frá Félagi löggiltra endurskoðenda

23. febrúar 2018

Starfsmenn Viðskiptafræðideildar voru meðal þeirra sem hlutu nýverið styrk úr námsstyrkja- og rannsóknasjóði FLE.

Sjóðurinn hjá FLE var stofnaður árið 2003 og lagði stjórn félagsins fram tillögu þess efnis að hluti fjármuna yrði varið í að treysta menntunargrundvöll endurskoðenda með því að veita styrki til framhaldsnáms í endurskoðun og reikningshaldi og síðar var gert mögulegt að veita styrki til rannsókna á þessu sviði líka. 

Ásgeir B. Torfason lektor við Viðskiptafræðideild og Sigurjón G. Geirsson löggiltur endurskoðandi og stundakennari við viðskiptafræðideild hlutu kr. 1.250.000,- í styrk vegna rannsóknarverkefnis þar sem horft verður til þeirra upplýsinga sem fyrirtæki veita í ársreikningi og skýrslu stjórnar í afkomutilkynningum og í útboðslýsingum. Mun fjárhagslega og ófjárhagsleg viðbótar upplýsingagjöf fyrirtækjanna verða greind m.a. með hliðsjón af megininntaki viðmiða um heildstæða upplýsingagjöf fyrirtækja.

Einar Guðbjartsson dósent við Viðskiptafræðideild og Jón Snorri Snorrason lektor við Háskólann á Bifröst hlutu kr. 1.750.000 í styrk vegna rannsóknar og öflunar gagna um viðhorf og samskipti endurskoðenda og endurskoðunarnefnda.

Upplýsingar um styrkina má lesa í frétt á heimasíðu FLE

Sitjandi frá vinstri: Páll Ríkharðsson, H.Ágúst Jóhannesson formaður FLE, Einar Guðbjartsson. Standandi: Árni Claessen og Sigurjón Geirsson. Á mynd vantar Ásgeir Brynjar Torfason

Netspjall