Skip to main content
18. desember 2020

Hlaðvarp um Lærdómsritin

Hlaðvarp um Lærdómsritin - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hugvarp – hlaðvarp Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Hið íslenska bókmenntafélag standa saman að hlaðvarpinu Lærdómsrit þar sem fjallað er um einstök verk í þessari hálfrar aldar gömlu ritröð. Jón Ólafsson, prófessor við Hugvísindasvið og ritstjóri Lærdómsritanna, stýrir umræðum og fær til sín gesti sem ýmist fjalla um einstakar bækur, lesa úr verkunum eða ræða um efni sem tengjast einstökum ritum. 

Hægt er að gerast áskrifandi að Hugvarpi á Itunes, Spotify og öllum öðrum hlaðvarpsveitum.

Í fyrsta þætti Lærdómsrita ræddi Jón við Svanhildi Óskarsdóttur og Benedikt Hjartarson um nýjustu bókina, Minnisblöð Maltes Laurids Brigge eftir Rainer Maria Rilke, en það er 100. verkið sem kemur út á vegum Lærdómsritanna. Benedikt þýddi ritið og skrifaði inngang og skýringar.

Í öðrum þætti Lærdómsritanna var fjallað um Dýralíf eftir J.M. Coetzee. Jón Ólafsson ræddi við Gunnar Theódór Eggertsson, höfund inngangs bókarinnar.

"Lærdómsritin hlaðvarp Bókmenntafélagsins"