Skip to main content
22. október 2019

Hindíkennsla í Háskóla Íslands

Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands, indverska sendiráðið á Íslandi og Endurmenntun Háskóla Íslands bjóða á þessu skólaári í fyrsta skipti upp á þrjú byrjendanámskeið í hindí auk námskeiðsins Indversk menning og samfélag. Kennari er Pranay Krishna Srivastava frá Háskólanum í Allahabad.

Fyrsta námskeiðið  hefst í dag og er kennt á ensku. Það kennt í samstarfi við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. 

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa enga forkunnáttu í hindí og vilja læra að lesa, skrifa, skilja og tala málið. Áhersla verður lögð á að læra devanagari-letrið, undirstöðuatriði í málfræði og algengan orðaforða í daglegu máli.

Námskeiðið er kennt í 6 vikna lotu, tvisvar í viku, 80 mínútur í senn á þriðjudögum og fimmtudögum á tímabilinu 22. október til 28. nóvember kl. 16:40 – 18:10 í Veröld – Húsi Vigdísar.

Enn er hægt að skrá sig hjá Endurmenntun HÍ.

Seinni námskeiðin tvö verða haldin á vormisseri.

Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Már Sigurðsson, forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar HÍ: ems@hi.is

indverska stafrófið