Skip to main content
5. desember 2017

Heimspekirit tilnefnt til verðlauna í Bandaríkjunum

Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, hefur verið tilnefndur til verðlauna bandarísku fræðslusamtakanna Society of Professors of Education (SPE) fyrir bókina Confucian Propriety and Ritual Learning: A Philosophical Interpretation. Verðlaunin nefnast Outstanding Book Award 2018 og verða ákvörðun dómnefndar tilkynnt í apríl á komandi ári.

Confucian Propriety and Ritual Learning: A Philosophical Interpre­tation var gefin út árið 2015 á vegum State University of New York Press. Bókin er fyrst og fremst tilraun til að túlka konfúsíaníska heimspeki út frá áherslum hennar á menntun, sjálfsrækt, hefðir og sköpunargáfu. Samtímis eru settar fram í henni heildstæðar hugmyndir um hugsun, sjálfsskilning, gildi og lífsmáta fólks í samtíma­num með hliðsjón af blöndu asískra og vestrænna nálgana.

Geir Sigurðsson hefur starfað við Háskóla Íslands frá 2007 og gegndi starfi forstöðumanns Konfúsíusarstofnunarinnar-Norðurljósa árin 2008 til 2012 og var forseti Mála- og menningardeildar 2015-2017. Hann hefur verið prófessor við deildina frá árinu 2016.

Geir Sigurðsson