Heilbrigðisvísindasvið auglýsir ferðastyrki til doktorsnema við sviðið | Háskóli Íslands Skip to main content
7. nóvember 2019

Heilbrigðisvísindasvið auglýsir ferðastyrki til doktorsnema við sviðið

Ferðastyrkir doktorsnema á Heilbrigðisvísindasviði

Stjórn Heilbrigðisvísindasviðs hefur samþykkt reglur um úthlutanir úr ferðasjóði til doktorsnema við sviðið.  

Ferðastyrkir nema allt að 200.000 krónum og er umsóknarfrestur til 2. desember 2019.

Styrkirnir ætlaðir til að standa straum af kostnaði vegna ráðstefnuferða erlendis frá janúar 2019 til maí 2020. Ætlast er til að umsækjandi sé með faglegt framlag á þeirri ráðstefnu sem sótt er um styrk fyrir. Hægt er að sækja um styrki vegna námskeiða og sumarskóla erlendis ef þátttakan styður við doktorsnámið. Þátttaka í ráðstefnu, með faglegu innleggi, gengur þó að jafnaði fyrir við forgangsröðun og úthlutun styrkja. Einnig er hægt að sækja um viðbótarferðastyrk fyrir ferðir sem þegar hafa verið styrktar en kostnaður er meiri en nemur úthlutuðum styrk.

Veittir verða ferðastyrkir að upphæð allt að 200.000 kr. eða viðbótarferðastyrkir að upphæð allt að 100.000 kr. Vísindanefnd HVS afgreiðir styrkumsóknir.

Umsóknum ber að skila rafrænt ásamt nauðsynlegum fylgigögnum.

Sjá umsóknareyðublað.

Nánari upplýsingar: ferdastyrkurhvs@hi.is
 

""