Skip to main content
21. febrúar 2019

Háskóli Íslands brautskráir nærri 450 kandídata á laugardag

Frá brautskráningu 2018

Háskóli Íslands brautskráir 444 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við hátíðlega athöfn í Háskólabíói laugardaginn 23. febrúar kl. 13. 

Upptaka af brautskráningu

Athöfnin hefst með ávarpi Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, en í framhaldinu fer fram brautskráning nemenda úr deildum af öllum fimm fræðasviðunum skólans, Félagsvísindasviði, Heilbrigðisvísindasviði, Hugvísindasviði, Menntavísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Sem fyrr segir brautskrást 444 kandídatar að þessu sinni með 445 prófgráður. 180 kandídatar taka við brautskráningarskírteini sínu frá Félagsvísindasviði, 42 frá Heilbrigðisvísindasviði, 73 frá Hugvísindasviði, 69 frá Menntavísindasviði og 80 frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Í brautskráningarhópnum eru 313 konur og 131 karl.

Að lokinni brautskráningu kandídata mun Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, flytja ávarp og Háskólakórinn syngur nokkur lög.

Kandídötum er ætlað afmarkað svæði í Háskólabíói og eru þeir beðnir um að mæta ekki síðar en kl. 12.00. Hver kandídat verður með númerað sæti sem kemur fram á nafnalista sem afhentur verður með dagskrá við innganginn og er sætaskipan í samræmi við afhendingu prófskírteina. Umsjónarfólk verður á staðnum til að leiðbeina um sætaskipan.

 

Brautskráningarkandídatar á athöfn