Skip to main content
13. júní 2018

Háskóli Íslands á NAFSA

Fulltrúar Háskóla Íslands sóttu árlega ráðstefnu NAFSA (Association of International Educators) sem fram fór dagana 27. maí til 1. júní í Philadelphiu í Bandaríkjunum. Ráðstefnan var haldin í 70. sinn og tóku nær tíu þúsund manns þátt frá yfir hundrað löndum.

Fulltrúarnir þrír frá HÍ voru Friðrika Harðardóttir, forstöðumaður Skrifstofu alþjóðasamskipta og Aníta Hannesdóttir og Hafliði Sævarsson, verkefnastjórar á Skrifstofu alþjóðasamskipta.

Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var "Diverse Voices, Shared Commitment".

Á ráðstefnunni gefst þátttakendum kostur á að funda með fulltrúum samstarfsskóla, kanna möguleika á frekara samstarfi við áhugaverða skóla, sitja spennandi fyrirlestra um alþjóðlega menntun og efla persónuleg tengsl.

Á næsta ári fer ráðstefnan fram í Washington DC.

Myndband frá ráðstefnunni í ár

Friðrika Harðardóttir, forstöðumaður Skrifstofu alþjóðasamskipta HÍ, ásamt Markus Laitinen, forseta EAIE og Sabine Pendl, varaforseta EAIE
Hafliði Sævarsson, verkefnastjóri á Skrifstofu alþjóðasamskipta og fulltrúar Peking University, Huang Yumai til hægri og Zhang Yuanyuan til vinstri
Skilti: NAFSA 2018
Fáni með merki NAFSA
Gosbrunnur