Skip to main content
13. apríl 2018

Háskólaþing í beinni á Netinu

Háskólaþing Háskóla Íslands verður haldið í 21. sinn í dag í Hátíðasal Aðalbyggingar kl. 13-16. Verður streymt frá þinginu á Netinu. 

Háskólaþing er samráðsvettvangur háskólasamfélagsins þar sem fram fer umræða um þróun og eflingu Háskóla Íslands. Þingið fjallar um og tekur þátt í að móta sameiginlega stefnu Háskóla Íslands og á því eiga sæti rektor, forsetar fræðasviða, deildarforsetar og kjörnir fulltrúar fræðasviða, fulltrúar helstu stofnana háskólans og samstarfsstofnana hans, kennarafélaga og stúdenta auk fulltrúa starfsmanna stjórnsýslu og fulltrúa úr háskólaráði. 

Á Háskólaþingi í dag verða kosnir þrír fulltrúar og þrír varafulltrúar háskólasamfélagsins í háskólaráð Háskóla Íslands til næstu tveggja ára. Þá verða drög að gæðastefnu skólans kynnt og sömuleiðis endurskoðun matskerfis opinberu háskólanna. 

Hér er tengill á upptöku frá þinginu:

https://www.youtube.com/watch?v=88vflZPvtS4&feature=youtu.be

Frá Háskólaþingi