Skip to main content
7. febrúar 2019

Gömlu-Hringbraut lokað vegna framkvæmda við nýjan Landspítala

Frá og með föstudegum 8. febrúar verður Gömlu-Hringbraut lokað vegna jarðvegsframkvæmda við byggingu nýs meðferðarkjarna sem er einn verkhluti Hringbrautarverkefnisins. Áætlað er að að byggingu nýs meðferðarkjarna muni ljúka 2024. 

Dagurinn 8. febrúar markar viss tímamót í uppbyggingu nýs meðferðarkjarna Landspítala við Hringbraut. Mikilvægt er að starfsfólk og nemendur Háskólans og Landspítala og gestir á svæðinu kynni sér vel þær breytingar sem verða á akstri bæði einkabíla og strætisvagna um svæðið í nálægð við Landspítala.  
• Nauðsynlegt er að virða þær merkingar sem komið verður upp tengt þessari stóru framkvæmd og þær hjáleiðir sem munu verða sökum lokunarinnar.
• Framkvæmdir hafa gengið vel og í vetur mun meginþungi framkvæmda vera í mikilli nálægð við starfsemi Landspítala en eftir því sem verkinu miðar áfram mun framkvæmdaþunginn færast fjær starfseminni.
• NLSH ohf., sem annast uppbyggingu á svæðinu, þakkar fyrir þolinmæði vegfarenda, sjúklinga, starfsmanna Landspítala og Háskóla Íslands og annarra sem leið eiga um framkvæmdasvæðið. 
 
Áhrif á akstur strætisvagna
Með lokun Gömlu Hringbrautar munu verða breytingar akstri leiða nr. 1, 3, 5, 6 og 15. Breytingar á akstri á leið 14 og tímatöflum á leiðum 28 og 75 tóku hins vegar gildi í byrjun janúar.

Á heimasíðu Strætó er að finna allar nánari upplýsingar um breytingar á akstri strætisvagna í nágrenni Landspítala ásamt nýjum leiðakortum og myndbandi um helstu breytingar af þessari framkvæmd.

Áhrif á gönguleiðir á svæðinu
Jarðvegsframkvæmdirnar hafa einnig mikil áhrif á gönguleiðir á framkvæmdasvæði nýbygginga í Landspítalaþorpinu. Miklar gatnaframkvæmdir og stækkun athafnasvæðis verktaka munu hafa í för með sér röskun á gönguleiðum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

gonguleidir<p></p><p>Nánari upplýsingar um breytingar á gönguleiðum eru útskýrðar á <a  data-cke-saved-href=

Nánari upplýsingar um breytingar á gönguleiðum eru útskýrðar á myndbandi á myndbandasíðu Landspítalans.

Kort sem sýnir lokun Gömlu-Hringbrautar