Skip to main content
9. mars 2018

Góðar gjafir til bókasafns Menntavísindasviðs

Bókasafni Menntavísindasviðs berast reglulega góðar gjafir, oftast frá kennurum sviðsins og öðrum hollvinum. Á síðasta ári var þakksamlega tekið við á þriðja hundrað bókum. Mestu munaði þar um veglega bókagjöf sem Bókasafn Kópavogs hafði milligöngu um, en bækurnar koma frá leikskólasviði bæjarins. Gjöfin sú telur rúmlega hundrað bækur sem skráðar hafa verið inn í safnið og eru nú tilbúnar til útláns. Þarna er að finna fjölbreytt efni um leikskólafræði, meðal annars dágott safn norrænna bóka.  

Bókasafni Menntavísindasviðs berast reglulega góðar gjafir, oftast frá kennurum sviðsins og öðrum hollvinum. Á síðasta ári var þakksamlega tekið við á þriðja hundrað bókum.