Framúrskarandi nemar hljóta Menntaverðlaun Háskóla Íslands | Háskóli Íslands Skip to main content

Framúrskarandi nemar hljóta Menntaverðlaun Háskóla Íslands

20. júní 2018
""

Tuttugu og fimm stúdentar víðs vegar af landinu tóku við Menntaverðlaunum Háskóla Íslands við brautskráningar úr framhaldsskólum landsins nú í maí og júní. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent.

Menntaverðlaun Háskóla Íslands eru veitt þeim nemendum sem staðið hafa sig framúrskarandi vel í námi sínu til stúdentsprófs auk þess að hafa náð eftirtektarverðum árangri á sviði lista eða íþrótta, átt mikilvægt framlag til skólafélaga eða skólans eða sýnt þrautseigju við erfiðar aðstæður.

Hver framhaldsskóli gat tilnefnt einn nemanda til verðlaunanna og bárust alls 25 tilnefningar í þetta fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. Verðlaunin felast í veglegri bókargjöf, viðurkenningarskjali frá rektor Háskóla Íslands og styrk sem nemur upphæð skráningargjalds fyrsta skólaárið í Háskóla Íslands, kjósi verðlaunahafinn að hefja nám þar. Nemendur sem hljóta Menntaverðlaun Háskóla Íslands við útskrift úr framhaldsskóla geta jafnframt sótt um styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands en úthlutað verður úr sjóðnum í næstu viku.

Handhafar Menntaverðlauna Háskóla Íslands 2018 eru:

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

Jón Grétar Guðmundsson

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Ísól Lilja Róbertsdóttir

Fjölbrautaskóli Suðurlands

Vilborg María Ísleifsdóttir

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Aðalheiður Lind Björnsdóttir

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi

Sandra Ósk Alfreðsdóttir

Menntaskólinn á Akureyri

Ingvar Þóroddsson

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Sóley Arna Friðriksdóttir

Menntaskólinn á Ísafirði

Ingunn Rós Kristjánsdóttir

Menntaskólinn að Laugarvatni

Bjarnveig Björk Birkisdóttir

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Fanney Edda Felixdóttir

Framhaldsskólinn á Laugum

Erla Ingileif Harðardóttir

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Bríet Stefánsdóttir

Keilir - Háskólabrú

Halldór Sævar Grímsson

Kvennaskólinn í Reykjavík

Marta Carrasco

Borgarholtsskóli

Bryndís Bolladóttir

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

Vignir Már Másson

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Ólafur Hálfdan Pálsson

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði

Daníel Einar Hauksson

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Hrafndís Katla Elíasdóttir

Menntaskólinn í Kópavogi

Guðmundur Axel Blöndal

Menntaskólinn í Reykjavík

Arnar Geir Geirsson

Menntaskólinn við Hamrahlíð

Enar Kornelius Leferink

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins

Unnur Eir Magnadóttir

Verzlunarskóli Íslands

Agla María Albertsdóttir

Verzlunarskóli Íslands

Hafsteinn Rúnar Jónsson

Háskóli Íslands óskar þessum glæsilega hópi innilega til hamingju með Menntaverðlaunin.

Framúrskarandi nemar hljóta Menntaverðlaun Háskóla Íslands

Netspjall