Skip to main content
17. janúar 2019

Framhaldsskólinn í brennidepli í nýju sérriti Netlu

Út er komið sérrit Netlu sem ber heitið Framhaldsskólinn í brennidepli. Í sérritinu eru níu ritrýndar fræðigreinar og tvær ritstýrðar eftir sextán höfunda. Meðal viðfangsefna í ritinu eru starfshættir í framhaldsskólum, kennsluhættir og menntabreytingar, nemendamiðað námsumhverfi, ólík staða bóknáms og staðnáms, sjálfsmyndasköpun og skólaval. 

Ritstjórn skipuðu Þuríður Jóna Jóhannsdóttir dósent við Menntavísindasvið og Hjördís Þorgeirsdóttir félagsfræðingur og framhaldsskólakennari.

Katrín Johnson annaðist verkefnisstjórn með útgáfunni fyrir hönd Menntavísindastofnunar.

Um Netlu — Veftímarit um uppeldi og menntun
Í Netlu eru birtar fræðilegar greinar á íslensku og ensku en einnig frásagnir af þróunarstarfi, umræðugreinar, hugleiðingar, pistlar, viðtöl, ritfregnir og ritdómar um uppeldis- og menntamál. Mest efni í tímaritinu er á íslensku en ritrýndum greinum fylgja útdrættir á ensku og hvatt er til birtingar greina á ensku og alþjóðlegum grunni. Öllum er heimilt að senda efni í ritið og allt efni tengt uppeldi og menntun er tekið til athugunar hjá ritstjórn, hvort sem byggt er á rannsóknum og fræðastarfi eða innsýn og reynslu.

Auk þess eru gefin út árlega sérrit Netlu og ráðstefnurit sem lúta að jafnaði sérstakri ritstjórn í samráði og samvinnu við ritstjórn tímaritsins.

Vefur Netlu

Út er komið sérrit Netlu sem ber heitið Framhaldsskólinn í brennidepli. Í sérritinu eru níu ritrýndar fræðigreinar og tvær ritstýrðar eftir sextán höfunda.