Fjórir nýir lektorar við Menntavísindasvið | Háskóli Íslands Skip to main content
1. júlí 2021

Fjórir nýir lektorar við Menntavísindasvið

Fjórir nýir lektorar við Menntavísindasvið - á vefsíðu Háskóla Íslands

Fjórir nýir lektorar hófu nýverið störf við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Lektorarnir eru ráðnir til starfa við Deild faggreinakennslu og Deild kennslu- og menntunarfræði.

Eftirtaldir starfsmenn voru ráðnir: 

Edda Elísabet Magnúsdóttir er nýr lektor í líffræði. Edda Elísabet lauk doktorsprófi í líffræði með sérhæfingu í atferlisvistfræði sjávarspendýra frá Háskóla Íslands. Doktorsverkefni hennar bar heitið The singing behaviour of humpback whales (Megaptera novaeangliae) in subarctic waters. Edda starfaði áður sem náttúrufræðikennari í framhaldsskólum, við stundakennslu hjá Háskóla Íslands og síðar sem aðjunkt við Menntavísindasvið. Edda hefur enn fremur tekið virkan þátt í vísindamiðlun til almennings og skólabarna á liðnum áratug.

Róbert Jack er nýr lektor í menntunar- og kennslufræði samfélagsgreina. Róbert lauk doktorsprófi í heimspeki frá Háskóla Íslands og bar doktorsverkefni hans heitið Becoming as Good as Possible: A Study of a Platonic Conception. Síðustu fimm ár hefur Róbert unnið á Menntavísindasviði við kennslu og rannsóknir.

Súsanna Margrét Gestsdóttir er nýr lektor í menntunar- og kennslufræði samfélagsgreina. Hún lauk doktorsprófi í kennslufræði frá Universiteit van Amsterdam og bar doktorsverkefni hennar heitið Observing history teaching: historical thinking and reasoning in the upper secondary classroom. Súsanna Margrét starfaði áður sem sögukennari í framhaldsskólum, aðstoðarskólameistari í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og sem aðjunkt við Menntavísindasvið.

Susan Rafik Hama er nýr lektor í kennslufræði grunnskóla. Hún lauk doktorsprófi í menntavísindum frá Háskóla Íslands og bar doktorsverkefni hennar heitið Velgengni nemenda af erlendum uppruna í framhaldsskólum á Íslandi, reynsla þeirra og væntingar. Susan starfaðu áður sem  verkefnastjóri, túlkur og  kennari í leik-, grunn- og framhaldsskólum og háskólum bæði hérlendis og erlendis.

Menntavísindasvið býður þau öll hjartanlega velkomin til starfa.