Skip to main content
6. september 2017

Fjölmennur hópur miðaldafræðinema frá ellefu löndum

Þrjátíu og fimm erlendir nemendur hófu nám á alþjóðlegu meistaranámsbrautunum Viking and Medieval Norse Studies og Medieval Icelandic Studies við Hugvísindasvið Háskóla Íslands á því haustmisseri sem nú er nýhafið.

Meistaranámsbrautirnar eru sérstaklega ætlaðar erlendum nemendum og hafa verið vel sóttar undanfarin ár. Þær eru báðar reknar í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Viking and Medieval Norse Studies að auki í samvinnu við Árósaháskóla, Kaupmannahafnarháskóla og Óslóarháskóla. 

Nemendurnir 35 sem nú hefja nám hafa fjölbreyttan bakgrunn og koma frá ellefu löndum, Andorra, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Kanada, Mexíkó, Tékklandi og Þýskalandi.

Nánar má fræðast um nemendurna og námið hér:

Nemendur og kennarar í Viking and Medieval Norse Studies og Medieval Icelandic Studies við Hugvísindasvið Háskóla Íslands