Skip to main content
20. ágúst 2020

Fjölbreytt þjónusta fyrir nemendur kynnt á nýnemadögum

Nýnemar eru boðnir hjartanlega velkomnir í nám við Menntavísindasvið. Það er sérstakt tilhlökkunarefni að taka á móti fjölmennum hópi nýnema eins og raunin er þetta haustið.

Móttaka nýnema stendur yfir dagana 24. og 25. ágúst í húsnæði sviðsins í Stakkahlíð. Dagskráin hefst með ávörpum frá deildarforseta, deildarstjóra, náms- og starfsráðgjafa og fulltrúa nemenda. Að því loknu munu námsbrautarformenn fara nánar út í skipulag námsins.

Á móttökunni gefast dýrmæt tækifæri til að kynnast starfsemi Háskóla Íslands, sem og samnemendum, kennurum og starfsfólki Menntavísindasviðs. Afar mikilvægt er að nýnemar mæti eða fylgist með streymi og kynni sér þá fjölbreyttu þjónustu sem við höfum upp á að bjóða.

Stundatöflur sjáið þið í Uglu. Þið nýtið notendanafn og lykilorð sem Háskóli Íslands sendi ykkur til að komast inn í Ugluna.

COVID-19 – Almennar sóttvarnir, nándarmörk og aðgreining hópa

Háskóli Íslands leggur höfuðáherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir, s.s. nándarmörk, handþvott og sótthreinsun. Nándarmörk í í öllu húsnæði Háskólans eru minnst einn meter á milli einstaklinga. Byggingu Menntavísindasviðs í Stakkahlíð hefur verið skipt niður í afmörkuð sóttvarnarhólf sem hvert er með sérinngang.

Við hvetjum ykkur til að lesa tilkynningu Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, um viðmið um útfærslu kennslu í heild sinni á vef HÍ.

Sjá nánar um kynningar fyrir nýnema eftir námsleiðum á vef.

Nýnemar eru boðnir hjartanlega velkomnir í nám við Menntavísindasvið. Það er sérstakt tilhlökkunarefni að taka á móti fjölmennum hópi nýnema eins og raunin er þetta haustið. Móttaka nýnema stendur yfir dagana 24. og 25. ágúst í húsnæði sviðsins í Stakkahlíð. MYND/ Kristinn Ingvarsson