Skip to main content
17. apríl 2021

Fjarkynningar á grunnnámi dagana 19.-23. apríl

Fjarkynningar á grunnnámi dagana 19.-23. apríl - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands kynnnir hátt í hundrað spennandi námsleiðir í grunnnámi á netinu dagana 19.-23. apríl. Með þessu vill skólinn gera sem flestum kleift að kynna sér vel framboð skólans án þess að þurfa að víkja frá tölvunni eða smátækinu.

Umsóknarfrestur um grunnnám við Háskóla Íslands fyrir skólaárið 2021-2022 er til 5. júní.

Sérfræðingar námsleiða, deilda og fræðasviða Háskólans leiða kynningarnar og veita ítarlegar upplýsingar um samsetningu hverrar námsleiðar, inntökuskilyrði, fyrirkomulag lokaverkefna, möguleika á atvinnu og framhaldsnámi og margt fleira.

Háskóli Íslands stóð í fyrra fyrir sams konar fjarkynningu á grunnnnámi og hefur einnig kynnt framhaldsnám með sama hætti við miklar vinsældir. Með þessu vill skólinn að bregðast við ástandinu í samfélaginu og um leið skapa öllum tækifæri til þess að kynna sér nám skólans í beinni útsendingu, hvar á landinu sem fólk er statt.

Auk fjarkynninga á grunnnámi mun Inga Berg, náms- og starfsráðgjafi hjá Háskóla Íslands, fara yfir gagnlegar leiðir til að taka skynsamlega ákvörðun um námsval í sérstöku erindi í byrjun dags 19. apríl, nánar tiltekið kl. 8.50. 

Dagskrá kynninga:

Mánudaginn 19. apríl - Námsleiðir Verkfræði- og náttúruvísindasviðs

Þriðjudaginn 20. apríl - Námsleiðir Menntavísindasviðs

Miðvikudaginn 21. apríl - Námsleiðir Félagsvísindasviðs og Heilbrigðisvísindasviðs

Föstudaginn 23. apríl - Námsleiðir Hugvísindasviðs

Á vef skólans um grunnnám má skoða allar námsleiðirnar en þar eru líka gagnlegir tenglar sem stutt geta við ákvörðun um nám, þar á meðal námsvalshjólið sem veitir upplýsingar um námsleiðir út frá áhugasviði fólks.

Einnig geta áhugasöm haft samband við Náms- og starfsráðgjöf skólans mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 til 15 og föstudaga frá kl. 10 til 15 í síma 525-4315. Það er líka hægt að ræða við náms- og starfsráðgjafa í netspjallinu sem er aðgengilegt á heimasíðu skólans og svo er líka mögulegt að senda fyrirspurnir á netfangið radgjof@hi.is

Nemendur fyrir framan Aðalbyggingu