Skip to main content
29. nóvember 2018

Fengu viðurkenningu fyrir glæsilegan námsárangur í reikningsskilum og endurskoðun

""

Meistaranám í reikningsskilum og endurskoðun við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands stóð fyrir sinni árlegu ráðstefnu nýverið.

Ingi Rúnar Eðvarðsson, deildarforseti Viðskiptafræðideildar, setti ráðstefnuna og
Einar Guðbjartsson, dósent og forstöðumaður meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun fjallaði um áætlanir, gerð og eftirfylgni. Eyþór Ívar Jónsson, lektor Viðskiptafræðideild og CBS fjallaði um samspil áætlana og góðra stjórnarhátta. Bjarni Frímann Karlsson, lektor við Viðskiptafræðideild fjallaði um áætlanir og stjórnsýsluendurskoðun. Trausti Fannar Valsson dósent við Lagadeild fjallað um samspil áætlana og laga.

Veittar voru þrjár viðurkenningar fyrir frábæran námsárangur við útskrift á árinu 2018.  Það voru þau Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir, Gísli Björnsson og Elísabet Ásmundsdóttir sem hlutu viðurkenningarnar, en þær eru veittar á vegum Viðskiptafræðideildar og Félags löggiltra endurskoðenda.

Verðlaunahafar
Einar Guðbjartsson
Eyþór Ívar Jónsson
Ingi Rúnar Eðvarðsson
Ráðstefnugestir