Skip to main content
7. júní 2021

Endurskoðar tímahugtakið í nýrri bók

Endurskoðar tímahugtakið í nýrri bók - á vefsíðu Háskóla Íslands

Út er komin bókin Making Time eftir Gavin Murray Lucas, prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Routledge gefur út.

Í bókinni tekst höfundur að nýju á við tímahugtakið í fornleifafræði í ljósi umfjöllunar síðustu ára og kynnir hugmyndir sínar fyrir nýrri kynslóð fræðimanna, en fyrir fimmtán árum kom út eftir hann bókin The Archaeology of Time. Í bókunum gerir Gavin tilraun til að flækja hefðbundinn skilning á línulegum tíma sem flæðir eftir einföldum ási frá fortíðar til framtíðar og undirstrikar þannig þær áskoranir sem tími skapar fornleifafræðingum þegar þeir túlka niðurstöður rannsókna. Raunveruleg dæmi er tekin frá ólíkum tímabilum og stöðum sem gefa lesandanum tækifæri til að endurmeta skoðanir sínar á tímahugtakinu.

Bókin er skrifuð fyrir háskólanema í fornleifafræði og rannsakendur en einnig alla almenna lesendur sem hafa áhuga á faginu. Hún á einnig erindi við fræðafólk og almenna lesendur á sviði sagnfræði, menningarfræði og heimspeki.

Nánar á vef Routledge.

Út er komin bókin Making Time eftir Gavin Murray Lucas, prófessor í fornleifafræði.