Skip to main content
13. desember 2019

Eitt skref í einu

Tvö verkefni sem nemendur unnu í námskeiðinu Agile og Straumlínustjórnun* höfðu áþreifanlegari áhrif en búist var við. Allir nemendur völdu verkefni í samstarfi við sjálfseignarstofnanir og var hlutverk þeirra að koma auga á leiðir til að draga úr úrgangi og bæta ferli innan samtakanna. Hér að neðan eru tvö dæmi um raunverulega niðurstöðu verkefnisins.

Í námskeiðinu Agile og Straumlínustjórnun skoðuðu þau Anna Guðrún Ahlbrecht, Berglind Ósk Birgisdóttir, Davíð Örn Benediktsson, Jón Pétur Einarsson og Þórdís Arnardóttir (á mynd) verkferil sáraskipta á Landspítalanum. Gemba-aðferðin svokallaða hjálpaði nemendum að finna lausn á málinu en þau lögðust í greiningu á sóun og bentu á úrbótatækifæri. Með tilkomu sérútbúinna sáravagna, sem nemendur áttu hugmyndina að, náðist að gera hver sáraskipti skilvirkari um 6 til 12 mínútur. Hópurinn leitar nú að styrkjum fyrir verkefnið og ef af því verður mun sáravagninn spara Landspítalanum háar fjárhæðir til lengri tíma.

Annar hópur (Bjarndís Rúna Sigurðardóttir, Guðný Lilja Pálsdóttir, Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, Hrund Heimisdóttir, Valgeir Helgi Bergþórsson) vann að verki fyrir sjálfboðaliðasamtök. Stærsta vandamálið sem samtökin glímdu við var að skipuleggja vaktir og því var reynt að minnka umfang og flækjustig við mönnun vakta og bæta upplýsingaflæði. Verkefnastjórar samtakanna voru ánægð með þá lausn sem hópurinn kom með og hægt verður að setja hana í prófun um áramótin með það að leiðarljósi að koma í henni í fulla notkun í mars - apríl 2020. Nemendur voru ánægð að fá tækifæri til að vinna í samstarfi við samtökin og afla sér góðrar þekkingar.

Aðrir hópar hafa einnig lagt til mjög árangursríkar lausnir og munu kynna þær fyrir viðkomandi stofnanir á næstunni. Kennari námskeiðsins, Inga Minelgaite, segir að mikilvægt sé að læra að greina ferla. Sóun kostar samtök og fyrirtæki mikið. Að læra að sjá hvar fyrirtæki sóa, jafnvel í litlum hlutum, er mikilvægt og getur sparað fyrirtækjum mikið. Toyota, innblástur LEAN Toyota, lítur jafnvel á nokkrar sekúndur sem fer í sóun og vinnur í leiðum til að bæta skilvirkni í ferlum. Þegar mörg lítil dæmi um sóun eru tekin saman geta þau orðið talsverð fjárhæð í kostnaði fyrirtækis.

*Námskeiðið Agile og Straumlínustjórnun er hluti af meistaranámi í verkefnastjórnun, sem kennt er við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Anna Guðrún Ahlbrecht, Berglind Ósk Birgisdóttir, Davíð Örn Benediktsson, Jón Pétur Einarsson og Þórdís Arnardóttir