Skip to main content
24. október 2016

Dagskrá Þjóðarspegils XVII 2016 nú aðgengileg

""

Hin árlega ráðstefna í félagsvísindum, Þjóðarspegillinn, verður haldin föstudaginn 28. október kl. 9-17 í Háskóla Íslands. Alls verður boðið upp á yfir 170 erindi í 55 málstofum á ráðstefnunni og verða málstofurnar víða á háskólasvæðinu. 

Nálgast má rafræna dagskrá hér að ofan en prentuð dagskrá er einnig komin í dreifingu, m.a. við Bóksölu stúdenta, á Háskólatorgi, í Gimli, Odda og Aðalbyggingu. 

Sérstakur gestur Þjóðarspegils í ár er Cheikh Ibrahima Niang, prófessor í mannfræði við Cheikh Anta Diop háskólann í Dakar í Senegal. Hann mun halda lykilerindi í Hátíðasal kl. 13:00 á föstudag sem fjallar um Ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku. Erindið er líkt og önnur erindi á Þjóðarspeglinum opið öllum og aðgangur ókeypis.

Þjóðarspegillinn föstudaginn 28. október
Þjóðarspegillinn föstudaginn 28. október