Skip to main content
7. janúar 2021

​​​​​​​Brúarsmíði, greftrun, kynusli og stóískur Jesús í Ritröð Guðfræðistofnunar

​​​​​​​Brúarsmíði, greftrun, kynusli og stóískur Jesús í Ritröð Guðfræðistofnunar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Út er komið nýtt tímarit í Ritröð Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í því eru birtar fjórar greinar eftir fræðimenn við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild, auk skýrslu eftir Halldór Elías Guðmundsson um stöðu djákna innan íslensku þjóðkirkjunnar og fyrirlesturs Sigurðar Árna Þórðarsonar um konur og vatn í ljósi sögunnar af samtali Jesú og samversku konunnar við brunninn. Tímaritið er gefið út á rafrænu formi og það má nálgast á timarit.hi.is/ritrodgudfraedistofnunar.

Greinar fræðimanna við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild eru „Sáttmáli, tilbeiðsla og samfélag. Um brúarsmíði í biblíulegri guðfræði“, eftir Gunnlaug A. Jónsson prófessor, „„Jarðsett verður í heimagrafreit“. Nýtbreytni í greftrunarsið Íslendinga á nítjándu og tuttugustu öld“, eftir Hjalta Hugason prófessor, „Hinn stóíski Jesús. Heimspekileg stef í persónusköpun samstofna guðspjalla“, eftir Rúnar M. Þorsteinsson prófessor og „Kynusli í kirkjunni. Hinsegin samhengi, mannréttindi og trans Jesús“, eftir Sólveigu Önnu Bóasdóttur prófessor.

Arnfríðar Guðmundsdóttur, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, er ritstjóri Ritraðar Guðfræðistofnunar.  

Ritröð Guðfræðistofnunar