Skip to main content
2. júlí 2020

Brautskráning kandídata frá Lyfjafræðideild

Laugardaginn 27. júní sl. fór fram brautskráning frá Háskóla Íslands. Að þessu sinni brautskráðust 23 kandídatar með BS í lyfjafræði, 31 með MS í lyfjafræði og 1 með MS í lyfjavísindum.  

Þau ánægjulegu tíðindi áttu sér stað að úr grunnnámi brautskráðust nemendur með hæstu og næsthæstu meðaleinkunn sem gefin hefur verið fyrir BS próf í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands.

Að auki brautskráðust þrír kandídatar úr meistaranámi með ágætiseinkunn; Davíð Þór Gunnarsson og Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir sem brautskráðust úr MS námi í lyfjafræði, og Sigríður Ólafsdóttir sem brautskráðist úr MS námi í lyfjavísindum.

Lyfjafræðideild óskar brautskráðum kandídötum til hamingju með áfangann og velfarnaðar á komandi árum.

Guðrún Sigríður Þórhallsdóttir (t.v.) brautskráðist með ágætiseinkunnina 9,58 og Karítas Anja Magnadóttir (t.h.) með ágætiseinkunnina 9,46 úr BS námi í lyfjafræði.