Bókun háskólaráðs vegna fjárlagafrumvarps | Háskóli Íslands Skip to main content

Bókun háskólaráðs vegna fjárlagafrumvarps

14. desember 2017
""

Háskólaráð samþykkti eftirfarandi bókun vegna fjárlagafrumvarps 2018 á fundi sínum 14. desember.

„Háskólaráð Háskóla Íslands lýsir ánægju með þá viðbótarfjárveitingu sem veita á til skólans samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018. Með því er stigið áþreifanlegt skref í átt að sambærilegri fjármögnun Háskóla Íslands og háskóla á Norðurlöndum, eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 

Óumdeilt er að menntun er lykill að velsæld og samkeppnishæfni þjóða. Rannsóknir eru drifkraftur nýsköpunar og framfara. Háskóli Íslands er öflug mennta- og rannsóknastofnun sem hefur á undanförnum árum náð eftirtektarverðum árangri í alþjóðlegum samanburði. 

Stuðningur við Háskóla Íslands snertir allt samfélagið og er forsenda þess að hann geti rækt hlutverk sitt í þágu þjóðar og atvinnulífs og sótt fram af áræðni.“

Aðalbygging Háskóla Íslands

Netspjall