Skip to main content
17. nóvember 2017

Bók um íslensku lopapeysuna komin út

Út er komin bókin Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun eftir Ásdísi Jóelsdóttur, lektor í textíl við Menntavísindasvið Háskóla. Bókin byggist á víðtækri rannsókn á rituðum heimildum, ljósmyndum og viðtölum við fjölda aðila. Um er að ræða ritrýnda útgáfu og er það í fyrsta skipti sem gefið er út ritrýnt fræðirit í textílgreininni. 

Íslenska lopapeysan hefur fest sig í sessi sem mikilvæg tísku- og minjavara enda séríslensk frumhönnun sem mótast hefur í samvinnu margra aðila og á uppruni hennar sér dýpri rætur í prjóna- og munstursögu þjóðarinnar en löngum hefur verið talið. Saga hennar er einnig mikilvægur hluti af handverks-, hönnunar-, atvinnu-, iðnaðar- og útflutningssögu þjóðarinnar og er markmiðið með bókinni að varðveita þá sögu. 

Háskólaútgáfan gefur bókina út. Hún er 300 blaðsíður og ríkulega myndskreytt og tilvalin gjafabók auk þess sem henni fylgir úrdráttur á ensku. 

Kápa bókarinnar Íslenska lopapeysan
Ásdís Jóelsdóttir